top of page

SAGA GÖTUTÍSKUNAR

Götufatnaður kom mjög mikið í tísku á seinustu árum. En hvað varð til þess að það byrjaði? Götufatnaður er stíll sem var notaður af ‘‘surf og skate culture’’ (brimbretta- og hjólabretta menningu) þar sem flest merkin voru fyrst og fremst að hugsa bara um að framleiða brettin. Rapptónlist er líka mikið tengd götufatnaði.

Fyrsta merkið sem kom með hugmyndina um að framleiða ‘‘götufatnað’’, eða streetwear eins og það er kallað á ensku, kom á árum 1980 og hönunnin var eftir mann sem heitir Shawn Stussy. Shawn var brimbretta kappi og bjó í Kaliforníu. Fyrst byrjaði hann að framleiða brimbretti með allskonar litum og táknum tengdum reggae tónlist. En það sem gerði þessi bretti öðruvísi en önnur var undirskriftin hans, Stussy.

 

Shawn reyndi að selja þau á götumarkaði en fyrst gékk það ekki vel. Einn dag  hugsaði Shawn að það væri gaman að prufa gera boli með sömu undirskrift til að ná athygli viðskiptavina. Það gerði að verkum að básin hans var öðruvísi en allra annara því fólkið sem vann með honum  var klætt bolum með sömu undirskrift og var á brettunum. Mjög margir tóku eftir básnum hans og komu að skoða brimbrettin, en yfirleitt komu líka spurningar um boli. Shawn svaraði alltaf alveg eins, að bolirnir væru ekki til sölu.

 

Einn dag samt breyttist eitthvað, því einn viðskiptavinur vildi kaupa 25 boli. Hann taldi að hver bolur kostar 8 dollara og seldi hann þá fyrstu bolina. 

- James Jebbia 

Nú til dags er Stussy stórt merki, en ekki lengur talið sem það stærsta. Með tímanum minnkuðu vinsældir Stussy og í staðinn komu önnur stór merki, sem eru einhvern vegin tengd Stussy.

 

James Jebbia sem bjó til Supreme, stærsta götufatnaðarmerki í dag vann einu sinni fyrir Stussy sem framkvæmdarstjóri í einni búð. Neek Lurk sem var einu sinni afgreiðslumaður í Stussybúð, bjó til annað stórt merki sem núna er þekkt sem ASSC eða Anti Social Social Club.

- Neek Lurk

Eftir þetta fór allt í gang og margir hvöttu hann að hætta hugsa um bretti og byrja fatahönnun. Í fyrstu vildi Shawn ekki að gera það og sagðist ætla að halda áfram með brimbrettin.

 

Með tímanum sá Shawn að bolir hans voru mjög vinsælir í Californíu. Alltaf þegar þau komu til sölu, uppseldust þau strax og það var mjög erfitt að nálgast þeim. Shawn hugsaði sér þá að þetta getur farið lengra og byrjaði að hanna föt.

 

Árið 1984 stofnaði hann fyrirtæki Stussy saman með Frank Sinatra Jr og var það táknað með undirskriftinni hans. Frank Sinatra var mjög gáfaður maður í viðskiptamálum svo hann vissi alveg hvernig hann átti að fá fókið til að klæðast Stussy vörum. Þeir voru fyrsta merkið sem byrjaði að nota  svokallað ‘‘drop’’ og það virkaði mjög vel. Annars voru Shawn og Frank að senda fötin sín til fræga fólksins og þegar einhver frægur klæddist þeim leiddi það til þess að aðrir vildu líka eignast slík föt. Það virkaði frábærlega og Stussy var orðið mjög vinsælt merki í Ameríku.

 

Árið 1988 fór það fyrir utan landamæra og gékk þeim vel bæði í Evrópu, en líka í Japan þar sem götufatnaður er mjög vinsæll. Árið 2011 var Stussy nefnd eitt af þrem stærstu götufatnaða merkjum ásamt Supreme og Bape.

- Stussy undirskrift

bottom of page