top of page

Merkin frá þægindaflokknum selja fötin sín yfirleitt í búðum. Það er ekki vinsælt að kaupa þau á netinu og sum ‘‘High End’’ merki selja ekki fötin sín gegnum vefinn. Það er samt hægt, bæði gegnum síður eða á grúppum eins og ‘‘hypebeast fötin’’. Búðir þeirra eru í flestum stórum borgum í Evrópu, Norður Ameríku og Asíu.

FATNAÐURINN

  • Hvernig er hægt að nálgast fötin?

 

Það er hægt að nálgast fötin á mismunandi vegu. Ef við hugsum um litlu merkin þá er þetta létt verkefni því þau föt eru yfirleitt seld í flestum götutískubúðum eða á netsíðum merkjanna. Fötin eru ódýr og standa í búðum og á netinu mjög lengi svo við höfum nægan tíma til að kaupa þau.

 

 

Þegar það kemur að ‘‘Hypebeast fötum’’ er þetta aðeins öðruvísi. Mjög fáar götutískubúðir eiga aðgang að merkjum svo það er ekki hægt að fara í hvaða búð sem er og fá þau. Léttasta leiðin er að nálgast þau í gegnum netið. Á netinu getur þú fengið þau á netsíðum merkjanna eða á ‘‘götutísku grúppum’’. Á netsíðum merkjanna eru svokölluð ‘‘drop’’. Á ‘‘droppum’’ kemur ákveðið magn af fötum sem verður aldrei til sölu aftur. Það er samt mjög erfitt að fá fötin frá stærstu merkjum á ‘‘droppum’’ því þau verða yfirleitt uppseld eftir nokkrar mínútur, en kemur fyrir að þau eru farin eftir sekúndur eða jafnvel sekúndubrot! Svo það eru mjög litlar líkur á að þú getir keypt fötin á ‘‘droppinu’’, nema með hjálp autofill (sjálfsfyllingu - bot sem fyllir á allar upplýsingar tengdar heimilisfang o.fl.). Miklu léttara leið er að kaupa fötin frá öðru fólki í allskonar grúppum. Það sem þú verður að passa upp á er að skoða hvort það sem þú vilt kaupa er raunveruleg merkjarvara eða fölsk. Yfirleitt er samt bannað að setja falskar vörur í grúppunum og þegar þú gerir það er þér strax hent út, þannig að það er nokkuð öruggt að kaupa þar. Annars eru fötin af grúppum dýrari en þau voru upprunarlega á ‘‘droppum’’ . Ef þú vilt ekki kaupa fötin gegnum netið geturðu keypt fötin í verslunum merkjanna. Flest merki eru með sínar búðir í stærstu tískuborgum heims eins og London, París, Tókýó eða New York. Droppin koma þar líka fyrir og koma hundruð manna í raðir klukkutímum eða dögum fyrir opnun.

  • Hvað eru ‘‘streetwear grúppur’’?

Streetwear grúppur eru léttasta leiðin til að nálgast ‘‘hype’’ fötum. Fólkið sem er í götutískunni selur og kaupir fötin sín þar. Götutískugrúppur eru á Facebook og eru til þess að fólkið sem er með hype föt getur selt þau til annara sem eru með áhuga á götutískufötum. Öll fötin á síðunum eru raunveruleg því áður en þau koma í grúppuna fara þau gegnum ’’legit check’’, sem stjórnin gerir áður en hún leyfir að setja tilboð inn á síðuna.

Það er létt að komast inn í þær grúppur því það er nóg að senda beðni á Facebook og bíða þangað til stjórn grúppunar samþykkir það. Þegar þú ert kominn í grúppuna geturðu reynt að kaupa föt, selja þau, skipta um föt við einhvern eða bara verið í grúppuni og skoðað. Oft er verð fata á síðunni miklu hærri en upphafsverðin sem framleiðandi setti en þetta kallast endursala. Fólk græðir pening því fötin eru rosalega vinsæl og margir vilja ganga í þeim.

Það eru hugtök á grúppum sem er gott að kunna áður en maður fer að hugsa um að kaupa eitthvað eða selja. Hérna eru útskýringar á algengustu þeirra:

LPU (Lastest pick up) = síðustu kaupin

CW (Colorway) = litur

LC (Legit Check) = skoðun á raunveruleika skóna/fata/búðina o.fl.

PC (Price Check) = fyrirspurn um verð

Drop = nýjasta lína merkjanna gefin út

TTS (True to size) = stærð samsvarar raunverulegu ástandi

Asap (as soon as possible) = eins fljótt og hægt er

Proxy = milliganga í kaupunum, yfirleitt gegn gjaldi

Steal = mjög gott tækifæri til að kaupa eitthvað (ódýrt)

Retail = verðið sem framleiðandi setti

Rape = mjög hátt verð

Deadstock = alveg nýir skór/föt o.fl

_/10 = ástandið á fötum frá einum uppí tíu

  • Hvernig eru þau búin til?

Öll merki hugsa mismikið um gæði á fötum sínum. Það fer mikið eftir flokkum hvernig þau eru búin til og hversu mikil áherslu er lögð á góða gæði. Litlu merkin eru yfirleitt með fötin sín úr bómull og pólýester. Allt er gert með hjálp raftækja. Ef við tökum Stussy sem dæmi, þá er vinsælasta peysan þeirra (Basic Stussy logo hood) gerð úr 80% af bómulli, 20% af pólýester og með prentuðu merki á, sem getur farið af peysunni eftir nokkur þvott.

Hype merkin eru alls ekki betri en litlu merkin. Þau nota kannski aðeins betri efni, en samt ekkert rosaleg miðað við verð sem þarf að borga fyrir þau. T.d. Supreme sem er talið vinsælasta götutískumerki heims notar yfirleitt 100% bómull í peysurnar sínar, en þegar eitthvað er prentað á hana fer það líka af með tímanum.

Flest merkin í svokallaðum ’’High End’’ eru með góð föt. Í merkjum frá þessum flokk er hugsað fyrst og fremst um gæðina og fötin þeirra eru alltaf mjög vönduð. Á meðan föt hjá flestum eru búin til í Kína, eru merkin eins og Gucci gerð í Ítalíu. Allt er handgert af bestu vinnumönnum í bransanum. Fötin eru gerð úr bestu bómulli og öðrum slíkum efnum. Gucci töskur eru gerðar úr snákahúð eða krókodilaslinn sem sýnir hversu góð og dýr efni eru notuð í þá.                                                                                                                       

- Til dæmis sum Gucci belti eru gerð úr snákahúð

bottom of page