top of page

FLOKKAR Í GÖTUTÍSKUNNI

  • Lítið vinsæl merki: Þetta eru merkin sem lögðu áherslu á götufatnað en eru ekki talin sem ein af vinsælustu þeirra. Hype á sú föt er ekki voða mikið. Merkin sem teljast undir þann flokk eru t.d. Champion, Carhartt WIP eða áðurnefnð Stussy. Fötin frá þeim merkjum eru ekki gerð úr svakalega góðum efnum en kosta ekki heldur mikið. Þau teljast samt sem götufatnaður og hætt er að finna slatta af fólki sem klæðist þeim fötum.

  • ‘‘Hypebeast brands’’ eða mjög vinsæl merki: Undir þessum flokki teljast merki sem eru vinsælustu götutísku merkin. Supreme, Bape eða Palace eru góð dæmi um merkin. Fólkið sem klæðist þeim eru kallaðir ‘‘hypebeasts’’. Það sem er öðruvísi við þau er að fötin eru aðeins betur gerð en hjá litlu merkjum, en miðað við hversu mikið maður verður að borga þá eru þau samt léleg. Það sem leiðir til þess að fötin eru svo dýr er ‘‘hype’’ á fötin sem varð til vegna þess að margar frægar persónur byrjuðu að klæðast þeim. Hypebeasts brands eru mjög mikilvægur hluti af götutískunni.

  • ‘‘High End’’ eða þægindaflokkur: Í þessum flokki eru dýrustu og bestu merkin, t.d. Gucci, Louis Vuitton eða Balenciaga. Einu sinni voru þau merki um ríkidæmi, en nú eru mjög margir byrjaðir að klæðast þeim. Fötin frá þeim merkjum eru mjög dýr en eru líka vönduð og með góð gæði. Fyrst var þægindaflokkurinn ekki talinn sem götutíska en með tímanum breyttu merkin um stíl á fötum sínum og nú eru þau mjög lík því sem við getum séð hjá flestum götutískumerkjum. Með tímanum breyttist þetta og þægindaflokkurinn í dag er stór og mikilvægur hluti af götutískunni.

- High End

Þegar við hugsum um götufatnað koma fyrst og fremst í huga merkin eins og Supreme, Off- White eða Gucci. En í raun og veru er götufatnaður skipt í flokka sem allir tengjast götutískunni. Þú getur klædd þig að hætti götutískunnar án þess að vera í merkjafötum. Merkin eru líka með misgóð gæði og kosta mismikið.

- Lítið hype merkin

- Hypebeast brands

bottom of page