top of page

HELSTU MERKIN

Gucci

Ítalska merkið Gucci var stofnað í Florence, Ítalíu árið 1921. Guccio Cucci fékk hugmyndina að stofna merkið á meðan hann vann á hótelum í París og London. Hann var að bera fínar leðurtöskur og honum fannst þær mjög spennandi. Hann hugsaði sér að hann gæti líka búið til slíkar töskur. Árið 1920 kom hann til baka á fæðingastaðinn sinn í Florence og opnaði hann litla búð. Hann réði góða verkamenn sem gerðu töskunnar. Búðin heppnaðist mjög vel og með hjálp þriggja sona hans opnaði Cucci búðir með reglulegu millibili í Mílanó og Róm. Boltin fór þá að rúlla almennilega og fóru þeir að fjarlægast hin merkin. Í dag er Gucci eitt mesta selda merkið í heiminum og mest selda merkið í Ítalíu. Gucci er 4.3 biljón dollara virði í dag og er með búðir sínar í stærstu borgum heims, eins og London, París og New York. Það mætti segja að þeir væru stórhluti af götufatatískunni.

 

Vefsíða Gucci: https://www.gucci.com/int/en/

Bape    

A Bathing Ape eða líka kallað Bape er eitt af fyrstu götutískumerkjum í Japan og var búið til í kringum 1990. DJ Nigo fékk hugmyndina með því að horfa á kvikmyndina Planet of the Apes og er merkið hannað eftir því. Fötinn þeirra eru mjög vinsæl og flíkur í sumum gömlulúnunum geta selst fyrir 200.000 ísl. krónur eða meira. Bape er eitt stærsta og vinsælasta götutískumerki í heiminum og er með búðir sínar um allan heim t.d í London, Japan og Ameríku. Hægt er að segja að Bape sé einskonar goðsögn í götutísku.

 

Vefsíða Bape: https://bape.com/index/

Off- White

Off- White var búið til árið 2013 af Virgil Abloh. Ótrúlegt er að segja frá því hvað það varð vinsælt á stuttum tíma, en Virgil á sér mikla sögu. Hann fæddist árið 1980 í Chicago og ólst upp með mömmu sinni og systur.

Árið 2002 útskrifaðist hann með grunnnámi í byggingarverkfræði úr háskólanum Wisconsin–Madison. Fjórum árum síðar klárar hann meistaragráðu í arkitektúr. Hann byrjaði að vinna með Kanye West og það sem heillaði fólk mest var hvað þeir komu með nýja hluti. Árið 2013 bjó hann til Off- White, einu ári síðar sýndu þeir fyrstu karla- og kvenmanns línurnar á sýningu í París. Fyrsta búðin opnaði í Aoyama í Tókýó, ári síðar opnaði búð í New York. Núna er Off- White með búðir sínar í London og París. Árið 2017 fóru þeir i samvinnu  með Nike þar sem þeir endurgerðu tíu skó og mætti segja að það hefði komið þeim á kortið.

 

Vefsíða Off- White: https://www.off---white.com/

Supreme

Supreme var búið til árið 1944 af James Jebbia. Hann opnaði litla búð í miðbæ New York sem var hugsað fyrir hjólabretta fólk og síðan þá er búið að opna 11 nýjar búðir. Þær eru staðsettar í Japan, Paris, London og Los Angeles. Supreme er eitt frægasta merkið í dag og á það að þakka að mikið af frægu fólki klæddist þeim t.d ASAP Rocky, Travis Scott, Kanye West og fleiri. Það sem einkennir Supreme er að það er bara til takmarkað upplag af fötum þeirra eða ‘‘limited stock’’. Þannig að það eru mjög miklar væntingar en lítið til svo allt verður mjög dýrt. Þannig að í dag er Supreme eitt stærsta og eftirsóttasta merki í bransanum og gott dæmi um hvernig götutíska getur vaxið.

Vefsíða Supreme: https://www.supremenewyork.com/

bottom of page