top of page

GÖTUFATNAÐUR NÚNA

Götutískan er mjög vinsæl í dag og við getum nefnd nokkra þætti sem leiddu til þess. Ef við lesum gegnum sögu hennar getum við nefnt t.d. það að frægt fólk fékk fötin og byrjaði svo að klæðast þeim, mjög lítið magn á vörum og auðvitað ’’droppin’’ þar sem fötin komu bara einu sinni og aldrei aftur.

 

’’Hype’’ á fötin varð stærri og stækkaði mjög hratt. Þar sem götutíska varð vinsælri og vinsælri er hægt að græða pening á því að kaupa föt eða skó og endurselja á hærra verði en þú keyptir. Verðið á helstu merkjarvörum hækkaði út af því að þau voru mjög eftirsóknarverð hjá mörgum.

 

Núna er götutískan mjög fjölbreyt og það er mikið úrval af fötum. Flest merkin sem hugsuðu ekki um götutísku eru nú byrjuð að hanna slík föt, t.d. Adidas með Adidas Originals og Nike með Nike SB línu.

Myndbandið okkar

Hugtökin Sneakerhead og Hypebeast eru oft miskilin. Sneakerhead er manneskja sem elskar sjaldgæfa skó t.d Jordans og Balenciaga, þeir eru tilbúnir að gera allt til að kaupa flotta skó. Ef það er að bíða í röð í tíu tíma þá gera þeir það. Hypebeast er fólk sem klæðir sig í dýra merkjavörum t.d Supreme, Champion og Balenciaga. Hypebeast klæðist aldrei illa og er alltaf með smekkleg, ’’nett outfit’’.                                                     

- Sneakerhead

Götutískan á Íslandi hefur líka þróast mikið. Flestir ungir íslenskir tónlistarmenn t.d. Aron Can, JóiPé og Króli klæðast á þannig veg sem eykur vinsældir.

 

Flestir unglingar hér á landi klæða sig líka í götutísku og versla yfirleitt í stærstu götutískubúðum landsins. Þú getur nálgast götutískufatnað á Íslandi í fáum búðum, en þær helstu eru: Húrra Reykjavík, Smash og Gallerí 17. Þessar búðir fá nýjustu fötin til sín og selja þau á góðu verði.

- Aron Can

- JóiPé X Króli

- Hypebeast

bottom of page